Lýsandi heiti áfanga: Skólablað
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Enginn
Lýsing á efni áfangans:
Í áfanganum læra nemendur að safna saman upplýsingum, koma þeim saman í ritað mál og útbúa skólablað til birtingar.
Nemendur semja greinar, taka viðtöl, taka myndir, taka saman upplýsingar og setja fram í grein og setja upp blað. Lögð er áhersla á þætti
eins og val á umfjöllunarefni, efnistök, málfar, stíl og uppbyggingu texta.
Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- mikilvægi þess að setja upplýsingar fram á skýran og greinagóðan hátt
- fjölbreyttum aðferðum til að koma efni frá sér á prenti
- úrvinnslu ganga og uppsetningu efnis
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- taka saman upplýsingar t.d. myndir og texta og koma á greinagott form
- meta málfar, stíl, uppbyggingu og efnistök í eigin texta
- meta eigin texta og annarra á gagnrýninn hátt
- vinna að skapandi og fjölbreyttum verkefnum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- vinna úr upplýsingum sem hann safnar og útbúa grein til birtingar
- safna sama upplýsingum með ólíkum hætti, t.d. með viðtölum
- setja fram efni á skýran hátt