Skíðafjör - ÍÞG1V01

Lýsandi heiti áfanga: Skíðafjör - miðannarvika
Framhaldsskólaeiningar: 1
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:
Áfanginn samanstendur af verklegri kennslu, nemendur fara á gönguskíð, svigskíðum, fjallgöngu og annarri útiveru. Í áfanganum er lögð áhersla á fjölbreytta hreyfingu og fræðslu um þætti sem íþróttamenn þurfa að hafa í huga þegar þeir stunda vetraríþróttir.

Farið verður á gönguskíði, hugað verður að nauðsynlegum undirbúningi gönguskíðaferða, s.s. næringarþörf og snjóflóðahættu og græjurnar prófaðar í stuttri göngu. Daginn eftir verður farin lengri ferð út í óbyggðir þar sem reynir á kunnáttuna.
Farið verður á skíðasvæði þar sem þjálfarateymi sér um að nemendur komist þangað sem þeir vilja í fjallinu, hvort sem markmiðin eru einfaldlega að læra á skíði, undirstöðuatriði eins og að beygja og stoppa, eða að bæta stílinn, læra að kenna á skíði eða að læra carving skíðun.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna
  • næringarþörf í bæði styttri og lengri skíðaferðum
  • hvernig á að meta snjóflóðahættu og forðast hættulegar aðstæður
  • fjölbreyttum möguleikum til að stunda skíðaíþróttir
  • þeim búnaði sem þörf er á við mismunandi aðstæður


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • undirbúa og framkvæma gönguskíðaferðir
  • nesta sig fyrir ferðir
  • greina snjóflóðahættu og forðast að lenda í þeim aðstæðum
  • iðka fjölbreyttar skíðagreinar
  • klæða sig eftir veðri og aðstæðum
  • þekkja takmörk sín í mismunandi veðri


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • stunda mismunandi skíðagreinar
  • geta nýtt sér vetraraðstæður til líkamsræktar og heilbrigðra lífshátta
  • gera sér grein fyrir þeim hættum sem stafa að þeim í ferðum og forðast þær
  • nesta sig fyrir ferðir miðað við næringarþörf
  • velja sér búnað við hæfi eftir mismunandi skíðagreinum


Námsmat:
Í áfanganum eru engin skrifleg verkefni heldur þurfa nemendur að uppfylla mætingarskilyrði hans og taka virkan þátt.

Birt með fyrirvara um breytingar