Lýsandi heiti áfanga: Skapandi skrif
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Enginn
Lýsing á efni áfangans:
Í áfanganum læra nemendur að skrifa góðan texta. Lögð er áhersla á þætti eins og val á umfjöllunarefni,
efnistök, málfar, stíl, persónusköpun og uppbygging. Margvíslegar aðferðir eru notaðar sem kveikjur að ritverkum; tilvitnanir, tónlist,
frásagnir, vettvangskannanir, umræður, myndlist og leikrænn spuni.
Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- hvað einkennir góðan stíl
- nokkrum einkennum góðra bókmenntatexta
- uppbyggingu styttri og lengri ritverka
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skrifa góðan texta
- meta málfar, stíl, uppbyggingu og efnistök í eigin texta
- meta texta annarra
- ræða um texta samnemenda
- lesa upphátt texta sem hann hefur skrifað
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skrifa stuttar sögur og ljóð þar sem greina á helstu einkenni góðs bókmenntatexta
- taka þátt í umræðum um gæði og inntak bókmenntatexta
- búa texta sinn undir birtingu eða flutning á honum
- flytja eigin texta