Lýsandi heiti áfanga: Sjávarútvegur
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Enginn
Lýsing á efni áfangans:
Í áfanganum munu nemendur kynnast helstu nytjategundum við Ísland, fjölbreyttum störfum og fyrirtækjum er tengjast sjávarútvegi,
ferðaþjónustu í sjávarútvegi, fá innsýn í sögu sjávarútvegs við Ísland, nýsköpun, tækni og
verðmætum. Nemendur fara í heimsóknir til fyrirtækja, kryfja lífverur, heimsækja söfn, fá fræðslu frá fagaðilum og
stofnunum og fara á veiðar.
Lokamarkmið áfanga
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- byggingu fiska
- fjölbreyttum störfum í sjávarútvegi
- mikilvægi sjávarútvegs fyrir Íslendinga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa og skilja umfjöllun um helstu viðfangsefni áfangans
- tjá kunnáttu sína bæði munnlega og skriflega
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta tekið þátt í umræðum um viðfangsefni áfangans og myndað sér skoðanir sem byggjast á gagnrýnni hugsun
- tjá sig um einstaka efnisþætti
- beita öguðum vinnubrögðum, taka ábyrg á eigin námi og vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra