Lýðheilsa - LÝÐ2G01

Lýsandi heiti áfanga: Íþróttir og útivist
Framhaldsskólaeiningar: 1
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:
Áfanginn samanstendur af verklegri kennslu í fjölbreyttum íþróttagreinum s.s. júdó, fimleikum, spinning, zumba, hot jóga, klifri á klifurvegg, samkvæmisdönsum, blakmintoni (blanda af blaki og badminton), bogfimi, crossfit og bandý. Lögð áhersla á fjölbreytta hreyfingu og fræðslu um þætti sem íþróttamenn þurfa að hafa í huga þegar þeir stunda mismunandi íþróttir.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna
  • fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar
  • mismunandi íþróttagreinum
  • viðeigandi búnaði sem þarf til að stunda þessar íþróttagreinar


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • stunda mismunandi íþróttagreinar
  • útbúa sig eftir aðstæðum og kröfum mismunandi greina


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • stunda nýjar og jafnvel óhefðbundnar íþróttagreinar
  • gera sér grein fyrir mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna


Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.

Birt með fyrirvara um breytingar