Lýsandi heiti áfanga: Listamenn og listastefnur
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Inngangur að listum
Lýsing á efni áfangans:
Nemendur kynna sér valda listamenn eða listastefnur undir leiðsögn kennara. Þeir heimsækja listamenn og/eða listasöfn til að safna upplýsingum
fyrir verkefnið.
Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- mismunandi listastefnum og listamönnum
- hvar best sé að leita upplýsinga um listastefnur og/eða listamenn
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- þekkja ákveðnar listastefnur
- bera kennsl á verk ákveðinna listamanna
- leita sér upplýsinga sem koma að gagni við vinnuna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- kynna sér listamann og/eða listastefnu með því að safna upplýsingum og fara í vettvangsferðir og/eða heimsóknir
- kynna verkefnið sitt fyrir öðrum
Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að
nemendur stundi námið reglulega.
Birt með fyrirvara um breytingar