Lýsandi heiti áfanga: Vistfræði
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Enginn
Lýsing á efni áfangans:
Nemendur kynnast vistfræðinni sem fræðigrein og skoða lífverur og tengsl þeirra innbyrðis og við umhverfi sitt í nánasta umhverfi,
bæði á landi, við vatn og sjó þannig að þeir rekast á mismunandi lífverur og vistkerfi þeirra. Þeir velta fyrir sér eigin
áhrifum á umhverfið og hvernig það hefur áhrif á aðrar lífverur.
Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- vistfræðinni sem fræðigrein
- mismunandi lífverum eftir vistkerfum
- eigin umhverfisáhrifum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- finna lífverur í nágrenni sínu
- hugsa um vistfræði sem fræðigrein
- greina eigin áhrif á umhverfið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- greina lífverur og vistkerfi í nágrenni sínu
- gera sér grein fyrir eigin áhrifum á umhverfið og hvernig má minnka þau
Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.
Birt með fyrirvara um breytingar