Lýsandi heiti áfanga: Frá hugmynd til framleiðslu
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Enginn
Lýsing á efni áfangans:
Markmið námskeiðsins er að skapa vettvang fyrir hugmyndavinna og nýsköpun.
Nemendur fá tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með
aðstoð stafrænar tækni og þannig brúa bilið frá hugmynd til framleiðslu.
Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- ferlinu frá hugmynd til hönnunar til framleiðslu
- forritinu inkscape
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- sjá fyrir sér hugmynd og koma henni á stafrænt form
- beita forritinu inkscape
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- fylgja eftir hugmynd yfir í hönnun og til framleiðslu
- geta beitt forritinu inkscape til hönnunar á merki
Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.
Birt með fyrirvara um breytingar