Hönnun - HÖN1A02

Lýsandi heiti áfanga: Hugmynda- og hönnunarvinna í textíl
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:
Í áfanganum er lögð áhersla á að efla og þjálfa hugmyndavinnu nemenda með því að beina augum þeirra að sjálfu vinnuferlinu. Nemendum verður gefið tækifæri til að vinna fjölbreytta hugmyndavinnu sem stuðlar að því að þeir öðlist öryggi í að sýna frumkvæði, sjálfsábyrgð og sjálfstæði í öflun gagna. Nemendur eru hvattir til að fara óhefðbundnar leiðir í útfærslu verkefna t.d. með því að nota endurvinnslu og endurnýtingu í hönnun á fatnaði útfrá hugmyndaspjaldi.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • endurvinnslu og endurnýtingu, td. á fatnaði, útfrá hugmyndaspjaldi
  • fjölbreyttri hugmyndavinnu
  • mikilvægi gagnaöflunar
  • skissuvinnu og þrívídd


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • sjá möguleika á enduvinnslu og endurnýtingu á hugmyndaspjaldi
  • beita fjölbreyttri hugmyndavinnu og gagnaöflun
  • sýna sjálfstæð vinnubrögð
  • skissa hugmyndir sínar


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
  • sjá möguleika á endurvinnslu og endurnýtingu í kringum sig
  • nota fjölbreyttar aðferðir við hugmyndavinnu og öflun gagna
  • sýna frumkvæði og frumlega útfærslu í verkefnavinnu
  • geta tjáð sig á skýran og ábyrgan hátt um eigin verk og annarra
  • geta átt uppbyggileg samskipti og samstarf við samnemendur
  • leggja mat á eigið vinnuframlag og samnemenda


Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.

Birt með fyrirvara um breytingar