Lýsandi heiti áfanga: hljómsveitabúðir - miðannarvika
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Enginn
Lýsing á efni áfangans:
Hljómsveitarbúðirnar eru ætlaðar nemendum sem spila á hljóðfæri og hafa áhuga á að syngja. Markmiðið er að æfa
soul tónlist og koma svo fram á fyrsta vetrardagsskemmtun. Byrjað verður á að æfa tvö lög með The Commitments - Midnight Hour og Mustang Sally,
ásamt fleirum frábærum lögum.
Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- eðli soul tónlistar
- takti, tónum og hljómum
- mismunandi hljóðfærum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skipuleggja tónlistaræfingar
- flytja tónlist
- skoða og meta eigin frammistöðu og annarra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- greina á milli einstakra hljóðfæra
- geta tekið þátt í samspili og komið fram opinberlega
Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.
Birt með fyrirvara um breytingar