Lýsandi heiti áfanga: Heilsufræði og blandaðar íþróttir
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: enginn
Lýsing á efni áfangans:
Áfanginn samanstendur af verklegri kennslu í fjölbreyttum íþróttagreinum s.s. hópíþróttum í sal, sundi, mma glímu,
íshokkíi, krullu, klifri á klifurvegg, golfi og skíðum/bretti.
Lögð áhersla á fjölbreytta hreyfingu og fræðslu um þætti sem íþróttamenn þurfa að hafa í huga þegar
þeir stunda mismunandi íþróttir.
Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna
- mismunandi íþróttgreinum
- viðeigandi búnaði sem þarf til að stunda þessar íþróttagreinar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- iðka þær greinar sem kenndar eru
- klæða sig og útbúa eftir aðstæðum og kröfum mismunandi greina
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- stunda nýjar og jafnvel óhefðbundnar íþróttir
- nýta sér mismunandi aðstæður til líkamsræktar og heilbrigðra lífshátta
- gera sér grein fyrir mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna
Námsmat:
Í áfanganum eru engin skrifleg verkefni heldur þurfa nemendur að uppfylla mætingarskilyrði hans og taka virkan þátt í greinunum.
Birt með fyrirvara um breytingar