Lýsandi heiti áfanga: Fjármálalæsi daglegs lífs.
Framhaldsskólaeiningar: 5
Undanfari: Enginn
Lýsing á efni áfangans:
Í áfanganum er stefnt að því að gera nemendur meðvitaða um fjármál, peninga og hlutverk þeirra í daglegu lífi. Farið
er í laun og frádrátt og hvert hann fer, rekstur heimilis og bíls, notkun greiðslukorta, gengi og gjaldeyri og fleira sem snertir fjárhagslegar skuldbindingar
sem nemendur þurfa að takast á hendur. Einnig verður farið í heimilisbókhald og mikilvægi þess að halda utan um tekjur og gjöld.
Fjölbreyttar kennsluaðferðir eru notaðar í áfanganum svo sem leikir, umræður og verkefnavinna, bæði einstaklings- og hópa. Markmið
áfangans er að gera nemendur sjálfbjarga í raunverulegum aðstæðum.
Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- einföldum fjármálum daglegs lífs
- lestri launaseðla og annarra fjármálatengdra skjala
- tilgangi skatta og annars frádráttar
- rekstri heimilis og bifreiðar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- reikna gróflega útborgun launa eftir skatt
- gera sér grein fyrir daglegum kostnaði, t.d. fæði og húsnæði)
- leita sér upplýsinga sem aðstoðar þá við nauðsynlega útreikninga
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- gera sér grein fyrir mikilvægi peninga
- skilja tilgang skatta og gjalda og hvernig þeir nýtast okkur.
- skilja mikilvægi þess að tekjur séu hærri en gjöld
- tileinki sér ábyrgð á eigin fjármálum og átti sig á að tekjur og gjöld verða að standast á sem er metið með
umræðum og verkefnum
Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að
nemendur stundi námið reglulega.
Birt með fyrirvara um breytingar